Ragnar Þór ætlar ekki að sætta sig við ofurlaun stjórnenda Lífeyrissjóðs verslunarmanna

Ragnar Þór Ingólfsson nýkjörinn formaður VR segist ætla að taka á launamálum stjórnenda Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Þetta kom fram í máli Ragnars Þórs í morgunútvarpinu í morgun en hann var gestur Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar. Ragnar nefnir sem dæmi að hann ætli ekki að sætta sig við að framkvæmdastjóri sjóðsins hafi 40 milljónir í árslaun “ ég mun klárlega beita mér gegn því, ég mun ekki sætta mig við það að framkvæmdastjóri lífeyrissjóðsins okkar hafi 40 milljónir á ári, við í stjórn VR skipum fjóra stjórnarmenn í sjóðnum og ég hef beitt mér fyrir því áður og reyndar sagði sá framkvæmdastjóri af sér eftir að ég beitti mér fyrir því að sett yrði launaþak á þann framkvæmdastjóra en sú sátt er löngu rofin„,segir Ragnar.

Athugasemdir

athugasemdir