Rannsakað hvort grænlenskir sjómenn séu tengdir hvarfinu

Togarinn Polar Nanoq

Togarinn Polar Nanoq

Lögreglan rannsakar nú hvort sjómenn af grænlenska togaranaum Polar Nanoq tengist hvarfi Birnu Brjánsdóttur. Vitað er að sjómenn af skipinu tóku Kia Rio bifreið á leigu síðdegis á föstudag og höfðu bifreiðina til umráða fram á laugardag. Athygli vekur að skór í eigu Birnu fundust skammt frá þeim stað sem togarinn lá við bryggju, auk þess sem lýsing á bifreið sem leitað var að í tengslum við rannsóknina kemur heim og saman við þá bifreið sem sjómennirnir höfðu tekið á leigu. Lögregla segir að enn sé enginn grunaður um aðild að hvarfi Birnu en að rannsóknin haldi áfram á fullum krafti. Björgunarsveitir sem leitað hafa að Birnu í allan dag munu taka sér hlé frá leit þar sem engar nýjar vísbendingar hafi fundist á þeim stöðum þar sem leitað hefur verið.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila