„Rannsóknarefni að menn vilji taka erlenda hagsmuni fram yfir íslenska“

hallurHallur Hallsson sagnfræðingur og blaðamaður segir það rannsóknarefni hvernig vissir menn í íslensku samfélagi vilji taka erlenda hagsmuni fram yfir hagsmuni Íslands. Hallur sem var gestur Péturs Gunnlaugssonar í vikunni segir að ákveðnir menn innan háskólasamfélagins séu gott dæmi um þetta “ þessir snillingar í Háskólanum hafa látið svo margt frá sér fara að það er aldeilis með ólíkindum, einn sagði að Ísland myndi breytast í Kúbu norðursins ef við samþykktum ekki Icesave, annar sagði að Ísland myndi breytast í Norður Kóreu ef við samþykktum ekki Icesave og gengjum í Evrópusambandið, og maður veltir því fyrir sér hvaða gildi séu á bak við svona hugarfar, og hvernig má það vera að menn verði svona svakalega dómgreindarlausir eins og fram kom í þessu Icesave máli og hvernig menn gátu haldið svona á hagsmunum þjóðar sinnar og tækju útlenda hagsmuni fram yfir íslenska er náttúrulega rannsóknarefni„,segir Hallur.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila