Rannsóknarskýrsla Alþingis sett upp sem leikverk í Borgarleikhúsinu

Kristín Eysteinsdóttir leikhússtjóri Borgarleikhússins.

Leikverk sem byggt er á rannsóknarskýrslu Alþingis verður frumsýnt þann 20.október í Borgarleikhúsinu. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Kristínar Eysteinsdóttur leikhússtjóra Borgarleikhússins í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Edithar Alvarsdóttur. Að sögn Kristínar eru höfundar verksins sem nefnist Guð blessi Ísland ekki af verri endanum ” það eru Þorleifur Örn Arnarson og Mikael Torfason sem semja handritið og það er hann Þorleifur sem leikstýrir, þetta er sami hópur og stóð á bak við uppsetningu Njálu, og þetta verður ótrúlega skemmtileg og tryllt sýning í anda Njálu þar sem verður kafað ofan í samfélagið, þetta er auðvitað risavaxin saga en verður sögð þarna á beittan og skemmtilegan hátt“,segir Kristín. Í þættinum fór Kristín yfir þau helstu verk sem verða á dagskrá leikhússins í vetur en viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila