Réðist að Útvarpi Sögu í ræðustól Alþingis og vitnaði í tveggja manna tal

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata gerði gagnrýni Útvarps Sögu vegna ummæla um útvarpsstöðina í ECRI skýrslunni að umtalsefni í ræðustól Alþingis í gær. Í ræðu sinni sagði hún gagnrýni Útvarps Sögu vegna innihalds skýrslunnar ómaklega. Þórhildur sem er formaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins sagði einnig í ræðunni að hún og Christian Alund formaður nefndar um kynþáttafordóma og umburðarleysis hafi átt samtal á fundi þar sem þau hafi verið sammála um að útvarpsstöðvar nytu ekki mannréttinda. Geta má þess eins og flestum má vera ljóst að Útvarp Saga gagnrýndi að stjórnendur sem eðli málsins samkvæmt eru jafnframt talsmenn stöðvarinnar hefðu ekki fengið andmælarétt áður en efni skýrslunnar kom út en ekki að útvarpsstöðin sjálf sem fyrirtæki hefði ekki fengið andmælarétt. Þá má einnig geta þess að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir verður gestur í síðdegisútvarpinu á morgun, fimmtudag.

Smelltu hér til þess að horfa á ræðuna

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila