Réðust á starfsmenn verslunar

Lögreglan leitar tveggja manna sem réðust á starfsmenn matvöruverslunar í miðborginni í nótt. Ekki er vitað hvað mönnunum gekk til og ljóst að ekki var um ránstilraun að ræða. Lögregla vinnur að því að fara yfir myndefni úr eftirlitsmyndavélum verslunarinnar og freistar þess að bera kennsl á árasarmenninga. Starfsmennirnir sem urðu fyrir árásinni eru ekki alvarlega slasaðir, en þeir hafa kært árásina til lögreglu.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila