Reiknivél sem reiknar út ellilífeyri samkvæmt nýju ellilífeyriskerfi sett upp

eyglohardarfrettaÍ dag samþykkti Alþingi frumvarp til laga um breytingar á lögum um almannatryggingar, félagslega aðstoð og málefni aldraðra. Breytingarnar eru þær viðamestu sem gerðar hafa verið á almannatryggingakerfinu í áratugi og felast m.a. í breyttu og einfölduðu bótakerfi og sveigjanlegum starfslokum. Framlög ríkisins til lífeyriskerfisins verða aukin um 10 – 11 milljarða króna á ári.
Kerfisbreytingarnar ásamt auknum fjármunum inn í kerfið munu leiða til hækkunar bóta hjá þorra ellilífeyrisþega. Elli- og örorkulífeyrisþegum sem halda einir heimili og eru með fullan búseturétt hér á landi verða tryggðar 280.000 kr. á mánuði frá 1. janúar 2017 og ári síðar hækkar sú fjárhæð í 300.000 kr.
Í tilkynningu frá Velferðarráðuneytinu segir að eitt af mikilvægum markmiðum með breytingum á bótakerfinu sé að gera það einfaldara, auðskiljanlegra og gegnsærra og auðvelda fólki þannig að fylgjast með réttindum sínum.  Í þessu skyni hefur einnig verið komið upp bráðabirgðareiknivél á vef Tryggingastofnunar ríkisins þar sem hægt er að slá inn þær forsendur sem eiga við í hverju tilviki og sjá með einföldum hætti hver upphæð greiðslna muni verða á árinu 2017 fyrir og eftir staðgreiðslu skatta. Þeir sem hyggjast nýta sér reiknivélina verða þó að hafa í huga að útreikningur skatta í reiknivélinni miðast við reglur ársins 2016 þar sem ekki liggja fyrir upplýsingar um hvernig skattar og persónuafsláttur muni breytast á árinu 2017.
Eygló Harðardóttir félags og húsnæðismálaráðherra var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar í dag en þættinum tók Eygló tvö dæmi um hvernig breytingarnar koma til með að líta út.
Dæmi 1. Einstaklingur sem er einn og er orðinn 67 ára,  með 247 þúsund krónur í mánaðartekjur fyrir skatt hækkar um áramót upp í 280 þúsund krónur.
Dæmi 2. Hjón í sambúð sem núna eru með samtals 257 þúsund krónur í mánaðartekjur hækka í samtals 294

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila