Reykvíkingar jákvæðir í garð ferðamanna

Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru almennt jákvæðir í garð ferðamanna. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Maskína gerði að beiðni Menningar og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar. Þetta er í fjórða sinn sem slík könnun er gerð. Í niðurstöðunum kemur fram að íbúar í Grafarholti, Laugardal, í Hlíðum, við Kringlu og í miðborginni er jákvæðastir Reykvíkinga í garð ferðamanna en um 74% svarenda sögðust mjög eða fremur jákvæð gagnvart ferðamönnum. Þá telja Reykvíkingar að ferðamenn hafi jákvæð áhrif á verslun og þjónustu í borginni og að framboð veitingastaða, kaffihúsa, menningar og afþreyingar hafi aukist með auknum fjölda ferðamanna. Þá segjast langflestir svarenda aldrei eða sjaldan verða fyrir ónæði frá ferðamönnum við heimili sitt, svo sem vegna heimagistingar, þótt íbúar miðborgarinnar kvarti einna helst undan því.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila