Reykvíkingum ráðlagt að sjóða allt neysluvatn

Jarðvegsgerlamengun hefur mælst í neysluvatni Reykvíkinga og því er mikilvægt að sjóða allt vatn sem ætlað er til neyslu í nær öllum hverfum borgarinnar. Fram kemur í tilkynningu frá Veitum að fullfrísku fólki ætti ekki að stafa hætta af vatninu en börn, eldri borgarar og þeir sem stríða við veikindi þurfa að gæta varúðar. Í tilkynningunni segir að líklega megi rekja mengunina til mikillar vætutíðar að undanförnu en þær borholur sem mældust með gerlamengun yfir viðmiðunarmörkum hafa verið teknar í notkun þar til mælingar gefa til kynna að óhætt sé að taka þær í notkun á nýjan leik. Þó er ekki enn ljóst hvort fleiri borholur munu mælast yfir mörkum næstu daga, en fari svo er ljóst að ekki verði hægt að anna vatnsþörf borgarbúa. Fylgst verður náið með ástandinu næstu daga og tekin sýni daglega. Tilkynning verður send síðar um ástand vatnsins.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila