„Ríka fólkið á að borga meira“

Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna.

Vinstri grænir ætla að koma á jöfnuði í samfélaginu, meðal annars með því að láta ríka fólkið í samfélaginu borga meiri skatt. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Katrínar Jakobsdóttur formanns Vinstri grænna í síðdegisútvarpinu í dag en hún var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Katrín segir að þetta eigi að framkvæma t,d með þrepaskiptingu “ ef við horfum til dæmis bara á fjármagnstekjuskattinn og þá sem hafa tekjur af honum, er ekki eðlilegt að hann sé þrepaskiptur þannig að við séum með frítekjumark og síðan þá hugsanlegt hærra skattþrep fyrir þá sem eru með mjög háar fjármagnstekjur„,segir Katrín. Aðspurð segist Katrín ekki hafa sérstakar áhyggjur af því að hærri skattur á þá tekjuhærri muni letja fólk til þess að fara í nám og segir að slíkt sé ekki vandamál í þeim löndum þar sem tekjuhærri borgi hærri skatta. Viðtalið við Katrínu má heyra í spilaranum hér að neðan. Þátturinn verður endurfluttur í kvöld kl.22:00.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila