Ríkisstjórn Svíþjóðar sker niður fjárframlög til lögreglu og ellilífeyrisþega

Ekkert er að marka kosningaloforð sænskra sósíaldemókrata en ríkisstjórn Stefan Löfvens tillkynnti nýverið um niðurskurð á fjárlögum til lögreglunnar. Sósíaldemókratar sögðust í kosningabaráttunni vera sammála öðrum flokkum um að styrkja þyrfti lögregluna vegna þess ófremdarástands sem ríkir í Sviþjóð með öllum morðum, skotbardögum, ránum og nauðgunum. 

Anders Thornberg ríkislögreglustjóri segir á intraneti lögreglunar, að ákvörðun ríkisstjórnarinnar muni hafa afleiðingar á störf lögreglunnar: ”Peningarnir voru þegar með í fjárlögum í ár og átti á nota til að þróa áfram starfsemi lögreglunnar”.  Skv. tilllögum sænsku ríkisstjórnarinnar verða 232 milljónir sænskra króna skornar niður í ár og 115 milljónir sek næsta ár með þeirri skýringu að fangelsigæslan þurfi peningana vegna yfirtöku á flutningum fanga og yfirfullra fangelsa.

Stjórnarandstaðan gagnrýnir niðurskurðinn harðlega og í grein Saila Quicklund þingmanns móderata sem á sæti í nefnd um málefni lögreglunnar skrifar hún í Österposten: ”Þrátt fyrir vaxandi ofbeldi í samfélaginu og þrátt fyrir að lögreglumönnum fækkaði á fyrra kjörtímabili þá ætlar ríkisstjórn sósíaldemókrata og umhverfissinna að skera niður fjárlög til lögreglunnar…Í landi þar sem öryggisleysi breiðist út, þá er það ögrun að ríkisstjórnin sker niður fjárlög til lögreglunnar.” 

Sem dæmi um ofbeldið í Svíþjóð síðustu sólarhringa má nefna að í suður Stokkhólmi var maður skotinn til bana á heimili sínu, tveir myrtir menn fundust í kjallara fjölbýlishúss í sama hverfi fyrr í vikunni skotnir í höfuðið, óttast fleiri skotbardaga, skotárásskotið á bíl öryggisvarðar, rændir öllu og skildir eftir á nærbuxunum, misþyrmingar, sprengjuleit, sprengja við búðhnífabardagar með fjórum særðum, bílabrennur, rán á börnum sem selja maíblóm o.s.frv.

Sjá nánar hér og hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila