Risaplastflekkurinn í Kyrrahafi að stærstum hluta leifar af veiðarfærum

Frumrannsókn sem gerð hefur verið á risaplastflekknum svokallaða í Kyrrahafi er að stærstum hluta leifar af veiðarfærum af hinum ýmsu gerðum. Í rannsókninni kom einnig í ljós að flekkurinn er mun umfangsmeiri en áður var talið en hingað til hefur verið talið að í honum væru 36.000 tonn af plasti en niðurstöðurnar sýna að hann er nær 80.000 tonn. Þá gefa niðurstöður rannsóknarinnar til kynna að um 20% af því plasti sem í flekknum er sé til komið vegna flóðbylgjunnar miklu sem varð í Japan árið 2011. Hafstraumar á svæðinu hafa orðið til þess að allt þetta plast hefur safnast saman í einn flekk, sem er ákveðinn kostur þar sem auðveldara verður að hreinsa það upp þegar það er á einum stað. Það verkefni krefst þó gífurlegrar vinnu, tíma og fjármagns en verið er að þróa aðferðir við að ná plastinu upp á sem hagkvæmastan máta.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila