Rúmlega þriggja milljarða framúrkeyrsla á fjárlögum vegna hælisleitenda

Haraldur Benediktsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

Gert er ráð fyrir um rúmlega þriggja milljarða framúrkeyrslu á fjárlögum vegna aðstoðar við hælisleitendur. Þetta kom fram í máli Haraldar Benediktssonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Magnúsar Þórs Hafsteinssonar. Haraldur segir að þó gert sé ráð fyrir 2,5 milljörðum í málaflokkinn sé ljóst að sú tala verði mun hærri ” það kæmi mér ekki á óvart þó talan yrði þrír milljarðar rúmlega í umframfjárþörf miðað við fjárlagafrumvarpið sem við samþykktum í desember“,segir Haraldur. Samkvæmt því segir Haraldur ljóst að heildarupphæðin fari að minnsta kosti upp í fimm milljarða. Hann segir að herða þurfi tökin hvað fjárútlát í málaflokkinn varðar ” við þurfum að herða tökin verulega og þurfum að gera bragarbót á mörgum þáttum á framkvæmdum í þessum málaflokki“.

Athugasemdir

athugasemdir