Rússar kaupa fiskeldisfyrirtæki í Noregi

Rússar ætla að hasla sér völl í fiskeldisgeiranum í Noregi og hefur Russian Aquaculture stærsta fiskeldisfyrirtæki Rússlands þegar keypt seiðauppeldisfyrirtækin Olden Opprettsanlegg og Villa Smolt í þeim tilgangi. Gert er ráð fyrir að seyði sem framleidd verða hjá fyrirtækjunum í Noregi verði á seinni stigum send til Rússlands þar sem framhald framleiðslunnar muni fara fram þar til vörur úr þeim verði fullbúnar. Kaupin eru jafnframt liður í áætlun Russian Aquaculture í því að ná framleiðslu sinni upp í 25- 30 þúsund tonn fyrir árið 2025.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila