Rússar telja að Skribal málið sé sviðsett

Haukur Hauksson fréttamaður í Moskvu.

Rússnesk yfirvöld telja að Skribal málið svokallaða sé sett á svið í annarlegum tilgangi og margt sem fram hafi komið í málinu styðji þær fullyrðingar. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hauks Haukssonar fréttamanns í Moskvu í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar. Haukur bendir á að fram hafi komið að Yulia Skribal hafi skráð sig inn á samfélagsmiðil á sama tíma og hún var sögð vera rúmliggjandi og alvarlega veik. Þá veki það grunsemdir að Viktoriu sem sé frænka Skribal feðginanna hafi verið meinað að heimsækja feðginin og fái ekki að koma til Bretlands af óútskýrðum ástæðum. Í þættinum greindi Haukur frá nýjustu vendingum í málinu og þá sagði Haukur frá þeim mögulegu afleiðingum sem málið kann að hafa í kjölfarið, en hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila