Rússum var ögrað að óþörfu af hálfu Íslands

Bjarni Sigtryggsson diplomat emeritus og fyrrverandi fréttamaður.

Ísland ögraði Rússlandi að óþörfu með því að senda þáverandi utanríkisráðherra til Kænugarðs þegar deilan um Krímskaga stóð sem hæst með þeim afleiðingum að verða beitt viðskiptaþvingunum. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Bjarna Sigtryggssonar diplomat emeritus og fyrrverandi fréttamanns í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Hauks Haukssonar. Bjarni segir þetta ekki eingöngu haft alvarlegar afleiðingar hvað viðskipti snertir „ við röskuðum því góða samstarfi sem við höfum alltaf átt við rússa, við höfum verið í menningarsamskiptum og viðskiptum áratugum saman sem telur tvo mannsaldra og ég vil segja að þar hefur sjaldnast borið skuggann á„,segir Bjarni. Þáttinn má heyra í heild hér að neðan en þar rifjaði Bjarni meðal annars upp feril sinn í utanríkisþjónustunni og á sviði fjölmiðla, auk þess sem fjölmargar gamlar stórfréttir voru rifjaðar upp.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila