Sænska lögreglan leitar árásarmanna sem skutu á fólk úr hríðskotabyssu

Einn maður lést þegar skotið var á hann úr hríðskotabyssu í Bromma í Svíþjóð í gær. Samkvæmt upplýsingum sænsku lögreglunnar var manninum veitt eftirför þar sem hann ók um götu og stuttu síðar hófst mikil skothríð á bifreið mannsins. Fjöldi fólks sem var nærstatt þurfti í skyndi að leita skjóls undan kúlnaregninu og þykir það kraftaverki næst að fleiri yrðu ekki fyrir skoti. Ökumaðurinn sem árásin beindist að fannst látinn undir stýri á bifreið sinni og hóf lögregla þegar leit að árásarmönnunum. Fljótlega fannst bifreið í ljósum logum við sundlaug skammt frá árásarstaðnum og segir lögreglan að bifreiðin tengist málinu. Þá telur lögreglan að rekja megi árásina til uppgjörs milli glæpahópa á svæðinu.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila