Sænska lögreglan undirbýr sig undir harðnandi átök við glæpagengi

Sænska lögreglan undirbýr sig nú fyrir harðnandi vopnuð átök við glæpaklíkur í Svíþjóð. Gunnar Appelgren hjá lögreglunni í Stokkhólmi segir í viðtali við New York Times að það sé einungis tímaspursmál hvenær glæpahópar taki upp á því að sitja fyrir lögreglu vopnaðir hríðskotabyssum og skjóta á lögregluna: ” Í dag kasta þeir steinum og flöskum á bíla okkar þegar þeir leiða okkur í gildru, hvenær munu þeir mæta okkur með AK-47 hríðskotabyssur og handsprengjur?”. Vinur 63 ára karlmanns sem lést, þegar handsprengja sprakk sem hann tók upp af götu í Vårby segir að almennt séu  Svíar séu góðar manneskjur sem vilji breyta heiminum. ” Þeir vilja að allir í heiminum sýni góðmennsku eins og svíar, en raunveruleiki Svíþjóðar er allt annar en menn vilja vera láta.”

Athugasemdir

athugasemdir

Deila