Sænskir kirkjugarðsstarfsmenn bregðast við vopnuðum jarðarfarargestum

Svo algengt er orðið að að kirkjugestir séu vopnaðir við jarðarfarir í Malmö að stjórn kirkjugarðanna hefur að undanförnu sent starfsfólk sitt í sérstaka þjálfun til þess að taka á móti vopnuðum gestum jarðarfara. Þetta kemur fram í umfjöllun sænska sjónvarpsins. Sven-Erik Aspeklev yfirmaður kirkjugarðanna í Malmö segir að sumir gestanna beri sjáanleg vopn og þá séu dæmi þess að fólk sjáist í skotheldum vestum við slíkar athafnir. Yfirmenn kirkjugarðanna eru langt því frá sáttir við ástandið „ starfsmenn okkar upplifa þetta ástand sem ógn, því nálægðin við vopnin er mikil“. Ákveðið hefur verið að þjálfa alla starfsmenn kirkjugarðanna til þess að takast á við þetta ástand sem skapast hefur „Hvers konar ástandi getum við mætt? Hvernig getum við brugðist við? Hvernig getum við undirbúið starfsmenn okkar og yfirmenn þeirra?“ spyr Aspeklev.

Athugasemdir

athugasemdir