Sænskir kratar hóta með nazismanum nema fólk kjósi vinstri menn til ESB-þingsins

Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar og formaður sænskra sósíaldemókrata í stríðsham gegn „hægri öflum“ Evrópu. Skjáskot af fréttavef TV4.
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar blæs til áhlaups vegna ESB-þingkosninganna en sænskir sósíaldemókratar undirbúa krossferð gegn hægri öflum Evrópu. Í ræðu á fundi krata í Upplands Väsby sagði Löfven að „hægri ofstækissinnar í landi eftir landi fylkja nú liði til þess að sleppa ofstækisþjóðernishyggjunni lausri enn á ný á meginlandinu og píska upp hatur gegn þeim sem þeir útmála sem framandi og öðruvísi. Þeim hefur tekist það áður. En þeim mun aldrei takast það aftur. Það er í okkar höndum. Það eru bara sósíaldemókratar í Evrópu sem geta leitt það verk„. Löfven segir íhaldsflokka ESB-þingsins sólgna í að gefa nazismanum völdin svo þeir sjálfir fái að fljóta með í valdastólana. Samtímis úthúðaði hann Móderötum og Kristdemókrötum.
Myndin sem sósíaldemókratar mála upp er að Evrópa falli í hendur nazista nema að kjósendur kjósi vinstri menn til ESB-þingsins. Greinilega hafa sósíaldemókratar enn ekki áttað sig á ráðandi hættustigi Svíþjóðar og víða í Evrópu gegn hryðjuverkum öfgaíslamista en reyna þess í stað að hræða fólk með nazismanum til að kjósa krata í ESB-kosningunum. Sjá nánar hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila