Sænskir lögreglumenn fundu vopnabúr og eiturlyf við húsleit

Lögreglan í Stokkhólmi fann vopnabúr og mikið magn eiturlyfja í og við bílskúr í suður Stokkhólmi sunnudagskvöld. Einn maður hefur verið handtekinn vegna málsins. Vopnin fundust við hefðbundna eiturlyfjaleit með hundi, en hundurinn vísaði lögreglu að bifreið við bílskúr nokkurn. Jonas Lindberg hjá lögreglunni í Stokkhólmi segir að í bílnum sem stóð við skúrinn hafi fundist mikið magn vopna sem venjulega séu notuð í stríði, til dæmis hríðskotabyssur, sprengiefni, og aðrar byssur af ýmsum gerðum, skotfæri og þá fundust einnig fleiri kíló af eiturlyfjum Segir Lindberg að mikinn usla sé hægt að gera með slíkum vopnum og telur hann að lögreglan hafi í þessu tilviki náð að taka yfir birgðir einnar glæpaklíkunnar á svæðinu.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila