Sænsku lögreglunni veitt fyrirsát í útkalli

Lögreglunni í Uppsölum í Svíþjóð var veitt fyrirsát í gær af óþekktum hópi manna þegar verið var að sinna útkalli vegna skotárásar. Tildrög málsins voru þau að lögreglan fékk tilkynningu um að karlmaður væri alvarlega særður eftir að hafa verið skotinn margsinnis af byssumönnum. Þegar lögreglan kom á vettvang til þess að huga að manninum réðist hópur manna að lögreglunni með grjótkasti eins og fyrr segir. Því neyddust lögreglumennirnir til að hörfa undan hópnum og bíða eftir liðsauka til þess að geta sinnt útkallinu. Karlmaðurinn sem varð fyrir skotárásinni var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús alvarlega særður.

Athugasemdir

athugasemdir