Sænskur lögreglumaður kærður enn á ný vegna ummæla sinna

Peter Springare lögreglufulltrúi

Sænski lögreglumaðurinn Peter Springare hef enn á ný verið kærður vegna umdeildra ummæla. Peter sem tvívegis hefur verið kærður vegna ummæla sinna um innflytjendur og flóttamenn sagði þegar önnur kæran var lögð gegn honum að hann mætti búast við því að sæta ofsóknum í formi kæra til þess að reyna að takmarka tjáningarfrelsi hans. Þær kærur sem á þeim tíma bárust voru felldar niður en að þessu sinni er hann kærður fyrir að tjá skoðun sína á lokuðum fundi þar sem hann sagði að hópnauðganir væru menningarlegt fyrirbæri sem borist hefði með innflytjendum sem hefðu brenglaða afstöðu til kvenna og teldu það ekki eftir sér að áreita konur án nokkurrar eftirsjár. Peter sagði skoðun sína byggjast á aðkomu hans og annara lögreglumanna á rannsóknum slíkra mála ” Við sjáum þetta þegar við rannsökum þessa glæpi, þeir tala öðruvísi til kvenna og halda brenglaðri afstöðu til þeirra á lofti, þeir hugsa svona og haga sér þannig í þessum málum, lyfta bara öxlum, og sumum finnst þetta vera fyndið og hlæja bara” sagði Peter á fundinum.

Óttast að ummæli Peters grafi undan trausti til lögreglunnar

Mats Nylén fulltrúi lögreglunnar segir í viðtali við TV4 að Peter hafi verið kærður vegna ótta um að ummælin kunni að grafa undan trausti innflytjenda á lögreglunni “allir verða að geta gengið að því sem vísu að verða meðhöndlaðir á réttmætan og hlutlausan hátt.“. Peter blæs á ummæli Nylén og tekur fram að hans persónulega komi hlutlægri skyldu lögreglunnar ekkert við.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila