Sænskur þingmaður kallar eftir aðgerðum gegn glæpaklíkum

Mikael Cederbratt þingmaður Moderata.

Mikael Cederbratt þingmaður Moderata og fyrrum yfirmaður hjá sænsku lögreglunni, skrifar í grein sem birtist í Gautaborgarpóstinum í dag að yfirvöld í Svíþjóð verði að segja glæpaklíkum í landinu stríð á hendur. „Í vissum hluta landsins gilda ekki lengur sænsk lög; suðurhluta Rósagarðsins, Tensta, Husby og Biskupsgarðinum, listinn er miklu lengri. Á þessum stöðum ráða glæpaklíkur. Þær eru vopnaðar og fremja afbrot, lög þeirra gilda„,skrifar Mikael. Þá hefur hann áhyggjur af þeim áhrifum sem glæpaklíkurnar hafa á ungmenni í landinu “ æskan á þessum stöðum sækir í klíkurnar í leit sinni að leið til þess að komast áfram í lífinu. Klíkurnar halda áfram að stækka þar til einhver stöðvar þær og tíminn er naumur. Það er verk ríkisins að stöðva klíkurnar„,segir Mikael enn fremur. Þá telur hann að lögreglan bregðist ekki nægilega hratt við, og geti það hreinlega ekki vegna manneklu “ vandamálið er að lögreglan getur ekki brugðist við nægjanlega fljótt. Lögreglan býr við manneklu, auk þess er hún í miðri skipulagsbreytingu og óánægjan er yfirþyrmandi. Afleiðingin er sú að margir hætta, það er brýn nauðsyn að aðhafast og það fyrr en síðar„,skrifar þingmaðurinn

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila