Saka Peter Springare um óeðlileg pólitísk tengsl

Lögreglumaðurinn Peter Springare sem mikið hefur verið til umfjöllunar í Svíþjóð vegna skrifa sinna um glæpi sem framdir eru af hálfu innflytjenda liggur nú undir ásökunum um óeðlileg pólitísk tengsl við Svíþjóðardemókrata vegna reglubundinna skrifa hans í blaðið Nyheder sem tengist flokknum. Peter lét hins vegar fyrir skömmu hafa eftir sér eftir að kæra fyrir hatursáróður gegn honum hafði verið felld niður að allt yrði reynt til þess að bregða fyrir hann fæti. Lena Nitz formaður Lögreglusambands Svíþjóðar segir að óviðeigandi sé að Peter skrifi pistla í blaðið því að það grafi undan trúverðugleika lögreglunnar en segist ekki geta lagt mat á hvort hann hafi brotið gegn ákvæðum um hlutverk lögreglu með skrifunum. Óumdeilt er að skrif Peters hafa miklum vinsældum að fagna í Svíþjóð en eins og kunnugt er hafa hundruðir þúsunda gengið í stuðningshóp Peters á Facebook.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila