Samband ungra sjálfstæðismanna á móti myndavélaeftirliti í skipum

Samband ungra sjálfstæðismanna hefur sent frá sér ályktun vegna frumvarps sjávarútvegsráðherra þar sem gert er ráð fyrir víðtæku myndavélaeftirliti Fiskistofu um borð í skipum, í þeim tilgangi að koma í veg fyrir brottkast. Í ályktuninni segir meðal annars „Það á ekki að ganga út frá því að einstaklingar og fyrirtæki séu lögbrjótar, heldur eiga þeir að njóta vafans gagnvart eftirlitsstarfsemi stjórnvalda. Vissulega væri hægt að upplýsa um fleiri lögbrot með myndbandsupptökuvélum, hvort sem þær séu í skipum, eldhúsum veitingastaða eða skrifstofum fjármálafyrirtækja, en slíkur ávinningur er skammvinnur og lítill í samhengi við það frelsi sem samfélagið tapar vegna slíks fyrirkomulags.“. Þá hvetja SUS menn sjávarútvegsráðherra til að taka málið til endurskoðunar „Stjórn SUS hvetur sjávarútvegsráðherra til þess að endurskoða frumvarpsdrögin með frelsishugsjónina í huga. Ráðherrar og þingmenn Sjálfstæðisflokksins eiga ekki að leiða í lög fyrirmæli sem skerða frelsi borgaranna. Við eigum að grisja þann þétta skóg sem forræðishyggin löggjöf er orðin.“,segir í ályktuninni.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila