Sameinuðu þjóðirnar verðlauna þá sem fótum troða réttindi kvenna

Hassan Rouhani forseti Írans notar nafn Sameinuðu þjóðanna sem réttlætingu á kúgun kvenna í Íran.

Íran sem er auðþekkt fyrir sífelld mannréttindabrot sérstaklega gagnvart konum, hefur fengið sæti í UN Women sem vinnur fyrir réttindum kvenna í heiminum. Tilkynningin um setu Írans í UN Women barst einum degi eftir að Íran dæmdi 56 ára lögfræðing kvenréttindabaráttu í Íran til 38 ára fangelsi og 148 svipuhögg sem gætu kostað hana lífið. Hillel Neuer hjá UN Watch skrifar á twitter: ”Nei, þetta er ekkert grín. Íslamska lýðveldið Íran var skipað í kvenréttindanefnd UN-Women sem tekur á móti kærum vegna brota á réttindum kvenna í heiminum. Já, aðeins degi eftir að stjórnin dæmdi Nasrin Sotoudeh lögfræðing kvenréttindamála í Íran í 38 ára fangelsi og 148 svipuhögg.”  Nasrin Sotoudeh hefur hlotið fjölda alþjóða verðlauna fyrir baráttu sína fyrir málfrelsi og mannréttindum í Íran. Dómurinn gegn henni hefur valdið mótmælum víða um heim, m.a. hefur Amnesty í Svíþjóð hafið undirskriftarsöfnun gegn dómnum.
Íran á nú að rannsaka hvernig önnur lönd meðhöndla réttindi kvenna t.d. mismun í dómum, pyndingar, nauðungarhjónabönd og kúgun.

Ísland á sem kunnugt er sæti í Mannréttindaráði SÞ og stefna utanríkisráðuneytisins er að breyta afstöðu til kvenna í heiminum hvað sem það kostar ”innanfrá”. Hanna Birna Kristjánsdóttir var nýlega ráðin sem senior ráðgjafi á aðalskrifstofu UN Women í New York og sagðist hlakka mikið til að leggja sitt af mörkum í því mikilvæga starfi sem UN Women vinnur í þágu kvenna um allan heim. Meðal samstarfsaðila eru ”kvenréttindalönd” eins og Sádí Arabía, Írak og Íran. Sjá nánar hér og hér

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila