Samfélagsmiðlar henta best fyrir stjórnmálamenn í kosningabaráttu

IMG_0656Jens Guð bloggari telur samfélagsmiðla heppilegustu leiðina fyrir stjórnmálamenn sem vilja ná til kjósenda og kynna stefnumál sín. Jens sem var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í dag ásamt Guðlaugi Þór Þórðarsyni þingmanni Sjálfstæðisflokksins telur Guðlaug sem hefur gefið kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins eiga góða möguleika nýti hann sér samfélagsmiðla til þess að koma sér á framfæri “ Samfélagsmiðlarnir, Facebook og Twitter gáfust Guðna Th. mjög vel, þegar að styttist í kjördag þá var allt sett í samfélagsmiðlana hjá hans batteríi„,segir Jens. Hann segir að framsetningin á því sem frambjóðendur setja á samfélagsmiðla skipta öllu máli, til dæmis sé gott að birta til dæmis mynd af sér með barn í fanginu “ það hefur alltaf virkað vel að birta mynd af sér með barn í fanginu eða klappa hundi eða eitthvað svoleiðis„,segir Jens.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila