Samið um byggingu nýs hjúkrunarheimilis í Hornafirði

Svandís og Björn Ingi Jónsson.

Nýtt hjúkrunarheimili með rýmum fyrir 30 íbúa verður byggt á Höfn í Hornafirði. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Björn Ingi Jónsson, bæjarstjóri, undirrituðu samning þessa efnis í velferðarráðuneytinu í gær.

Á Höfn í Hornafirði eru núna 24 hjúkrunarrými á heimilinu Skjólgarði. Húsnæði Skjólgarðs uppfyllir ekki lengur kröfur sem gerðar eru til húsnæðis og aðbúnaðar á hjúkrunarheimilum í dag.
Nýja hjúkunarheimilið verður reist á lóð Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Víkurbraut 31. Velferðarráðuneytið og sveitarfélagið Hornafjörður munu standa saman að byggingu hússins og breytingu sem gerð verður á hluta eldra húsnæðis í tengslum við framkvæmdina..
Áætlað er að framkvæmdir hefjist síðla næsta árs og að heimilið verði tekið í notkun árið 2021.
Áætlaður kostnaður nemur um einum milljarði króna og skiptist þannig að ríkissjóður fjármagnar 85% framkvæmdanna á móti 15% sveitarfélagsins.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila