Samið um smíði ferju til siglinga í Landeyjahöfn

ferjusamningurSamið var við pólsku skipasmíðastöðina Crist að loknu útboði sem Ríkiskaup annaðist. Að teknu tilliti til allra þátta reyndist tilboð þeirra hagstæðast eftir að norsk skipasmíðastöð féll frá sínu tilboði. Nýja ferjan mun rista mun grynnra en Herjólfur og þannig geta siglt mun oftar í Landeyjahöfn. Skipasmíðastöðin mun nú þegar hefjast handa við smíðina sem ljúka á sumarið 2018, eða 20. júní samkvæmt samningnum. Hjá Crist S.A. starfa um 1.500 manns og hefur skipasmíðastöðin áður smíðað fyrir íslensk fyrirtæki.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila