Samkeppniseftirlitið ógildir samruna Haga og Lyfju

Samkeppniseftirlitið hefur ógilt fyrirhugaðan samruna Haga hf og Lyfju hf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu. Í tilkynningunni segir að rannsókn sem framkvæmd var af Samkeppniseftirlitinu hafi komið í ljós að fyrirtækin séu nánir keppinautar í smásölu á hreinlætis- og snyrtivörum, markaði fyrir vítamín, bætiefni og steinefni og markaði fyrir mat- og drykkjarvörur í flokki heilsuvara og að velta á þessum mörkuðum væri samtals um 20 milljarðar króna á ári. Því hefði sameining fyrirtækjana getað haft gríðarleg áhrif á markaðinn þar sem fyrirtækin hefðu verulega markaðshlutdeild, sem hefði þær afleiðingar að fyrirtækin hefðu samkeppnislega yfirburði fram yfir keppinauta sína  Fyrirtækin eru bæði öflugir keppinautar á framangreindum mörkuðum og hefði sameinað fyrirtæki haft verulega markaðshlutdeild. Þá segir í niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins “ Telur Samkeppniseftirlitið að samruninn hefði raskað samkeppni á þessum mörkuðum umtalsvert. Með ógildingu samrunans er komið í veg fyrir að neytendur verði fyrir tjóni sem ella hefði leitt af honum, t.d. í formi hærra verðs, skertrar þjónustu eða minna vöruúrvals„. Sjá nánar með því að smella hér.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila