Samkomulag undirritað á leiðtogafundinum í Singapúr

Það fór vel á með leiðtogunum á hinum sögulega fundi eins og sjá má á þessari mynd

Donald Trump forseti Bandaríkjanna og Kim Jon Un leiðtogi Norður Kóreu undirrituðu í nótt samkomulag á sögulegum fundi þeirra í Singapúr. Leiðtogar ríkjanna beggja voru sammála um að fundurinn hefði verið afar árangursríkur, en Trump sagðist aldrei hafa efast um að fundurinn yrði gagnlegur fyrir heimsbyggðina. Í samkomulagi ríkjanna er lögð áhersla á að ríkin skuldbindi sig til þess að bæta samskipti sín á milli, unnið yrði að friði á Kóreuskaga og að svæðið verði laust við kjarnorkuvopn innan tíðar.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila