Samruni Kviku og Gamma samþykktur af Samkeppniseftirlitinu

Samruni Kviku banka og Gamma hefur verið samþykktur af Samkeppniseftirlitinu. Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu segir að ekki séu fyrir hendi vísbendingar um að samruninn leiði til myndunar eða styrkingar markaðsráðandi stöðu samrunaaðila á neinum markaði. Þá segir í tilkynningunni að jafnframt verði ekki séð að samkeppni á mörkuðum raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti. Í tilkynningunni kemur einnig fram að þegar litið sé til markaðar fyrir stýringu verðbréfa- og fjárfestingarsjóða (sem standa almenningi til boða) hafi m.a. verið litið til þess að um sé að ræða samruna tveggja tiltölulega smárra aðila á markaðnum og samþjöppun markaðshlutdeildar eykst tiltölulega lítið. Hvað varði markað fyrir stýringu sjóða fyrir fagfjárfesta, þá búi samrunaaðilar m.a. við öfluga samkeppni frá stóru viðskiptabönkunum þremur, kaupendaaðhald almennra lífeyrissjóða og annarra fjársterkra aðila, auk þess sem allnokkur fjöldi smærri fyrirtækja býður upp á stýringu fyrir fagfjárfesta, því hafi niðurstaðan verið sú að samþykkja ætti samrunan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila