Samþykkt orkupakkans í Noregi hefði mjög neikvæð áhrif á atvinnulíf

Frá vinstri: Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri, Bjarni Jónsson Rafmagnsverkfræðingur og Morten Harper rannsóknarstjóri samtakanna Nei við ESB í Noregi.

Orkuverð í Noregi myndi hækka enn meira en þegar er orðið ef orkupakki þrjú yrði samþykktur þar í landi. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Morten Harper rannsóknarstjóra samtakanna nei við ESB í Noregi ,en hann var gestur Arnþrúðar Karlsdóttur í síðdegisútvarpinu í dag ásamt Bjarna Jónssyni rafmagnsverkfræðingi. Morten segir að ef orkuverð hækki meira myndi það hafa gífurleg áhrif “ það myndi hafa mikil áhrif á vinnumarkaðinn, og forsvarsmenn stóriðja hafa þungar áhyggjur, og það má ekki gleyma því að stóriðjur eru einn helsti drifkraftur dreifðari byggðarlaga í Noregi„,segir Morten. Hann bendir einnig á að samþykkt pakkans hefði þær afleiðingar að norðmenn myndu missa forræði yfir sæstrengsmálum sínum og hefði til dæmis ekkert að segja um hvort leggja eigi slíka strengi eða endurnýja, auk þess sem auðveldara yrði fyrir erlenda aðila að sölsa undir sig minni virkjanir til orkuframleiðslu, þá séu fyrirvarar við pakkann með öllu gagnslausir og hafa engin lagaleg áhrif. Í vikunni greindi Útvarp Saga fyrst íslenskra fjölmiðla frá dómsmáli sem nú er fyrir dómstólum í Noregi vegna orkupakkans en lesa má nánar um málið með því að smella hér. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila