Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi birta skýrslu um olíunotkun í sjávarútvegi

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi hafa birt niðurstöður skýrslu sem samtökin létu gera þar sem gerð var úttekt á notkun olíu í íslenskum sjávarútvegi. Í skýrslunni kemur fram að mikið hafi áunnist á undanförunum áratugum og mjög hafi dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda sem rekja má til sjávarútvegs á Íslandi. Þá segir í skýrslunni að allar líkur sú á að sú þróun haldi áfram á komandi árum. Fram kemur að einkum hafi verið horft til áranna 1990 til 2030 í skýrslunni, en það er það tímabil sem Parísarsamkomulagið miðast við. Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segja að það sé von samtakanna að skýrslan gefi nokkuð skýra mynd af þróun í olíunotkun sjávarútvegs á Íslandi og einnig því, hvernig sjávarútvegurinn mun á næstu árum draga enn frekar úr olíunotkun og losun gróðurhúsalofttegunda. Lesa má skýrsluna með því að smella á hlekkinn hér að neðan.

Umhverfisskýrsla SFS

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila