Sauðfjárbændur róa lífróður vegna mikilla afurðaverðslækkana

Bændasamtökin hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna þeirra miklu afurðaverðslækkana á sauðfjárafurðum sem boðaðar hafa verið í haust. Fram kemur í yfirlýsingunni að samtökin hafi þungar áhyggjur af stöðunni sem sé komin upp og ljóst sé að fjölmargir bændur muni eiga afar erfitt með að standa við sínar skuldbindingar verði afurðaverðslækkunin að veruleika. Þá segir að þetta sé stökk afturábak um heilan áratug hvað varða „ Verði lækkunin öll að veruleika setur hún afurðaverðið aftur á þann stað sem það var fyrir áratug sem er ekkert minna en stórkostleg kjaraskerðing. Á sama tíma hefur hagur neytenda batnað verulega því sá sem keypti lambakjöt fyrir andvirði klukkustundar vinnu árið 2008 er nú aðeins 37 mínútur að vinna fyrir sama magni„. Þá hvetja samtökin félagsmenn sína til þess að ræða við viðskiptabanka sína og birgja um stöðuna og leita lausna til að bregðast við stöðunni “ Bændasamtökin munu veita allan þann stuðning sem þeim er fært í þeirri baráttu„,segir í yfirlýsingunni.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila