Segir að svindlað hafi verið í formannskjöri Framsóknarflokksins

sveinnhjorturSveinn Hjörtur Guðfinnsson formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur segir að svindlað hafi verið í formannskjöri Framsóknarflokksins. Sveinn sem var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í dag segir að komið hafi í ljós margir sem skráðið eru í flokkinn hafi ekki verið á kjörskrá þegar kom að því að greiða atkvæði “ þetta er því miður rétt og er það sorglega í stöðunni, það er best að tala á mannamáli, umbúðalaust og án einhverra, ég er búinn að skoða stöðuna og ég ætla að vera svo brattur að segja að það er kannski erfiðasta verið í öllum svona kosningum að sanna mál mitt en mér sýnist bara að það hafi verið svindlað, allavega stór hluti af skráningum og annað gekk ekki upp, ég var á félagsfundi þar sem að ég er nokkuð minnugur á nöfn og man eftir að minnsta kosti eftir tveimur nöfnum sem voru lesin upp og ég bað um að þau voru skráð inn en svo kom í ljós að þau voru ekki inni „. Sveinn segist aðspurður að eftir nánari skoðun hafi komið í ljós að fleiri nöfn vantaði “ það vantaði fjölmarga einstaklinga„,segir Sveinn.  Viðtalið við Svein verður endurflutt í kvöld kl.22:00.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila