Segir að trúfélög eigi ekki að fá lóðir án endurgjalds

jonthor54Jón Þór Ólafsson frambjóðandi og fyrrverandi þingmaður Pírata segir að hans skoðun sé sú að ekki eigi að úthluta trúfélögum lóðum án endurgjalds, og að sú regla ætti að gilda jafnt yfir öll trúfélög. Jón Þór sem var gestur Péturs Gunnlaugssonar í síðdegisútvarpinu í dag segir að hans skoðun byggist á grunnstefnu Pírata “ ef horft er frá þessari stefnu Pírata um aðskilnað ríkis og kirkju og jafnræðisreglunni þá eiga engin trúfélög að fá úthlutað lóðum á þessum forsendum„,segir Jón.

 

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila