Segir af nógu að taka úr syndasafni Gylfa Arnbjörnssonar

Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness

Af nógu er að taka úr syndasafni þegar verk Gylfa Arnbjörnssonar fráfarandi forseta ASÍ í gegnum tíðina eru skoðuð.

Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Vilhjálms Birgissonar formanns Verkalýðsfélags Akraness í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar.
Vilhjálmur segir þó einna verst að Gylfi hafi ekki staðið með eigin félagsmönnum að mati Vilhjálms „hann stóð til dæmis vörð með fjármálakerfinu og tók sér stöðu gegn sínum félagsmönnum þar með, hann er einfaldlega orðinn rúinn trausti sinna félagsmanna og því var ekkert annað í stöðunni fyrir hann en að láta af formennsku“, segir Vilhjálmur.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila