Segir afar ólíklegt að bankarnir verði seldir á þessu ári

Benedikt Jóhannesson fjármála og efnahagsráðherra.

Benedikt Jóhannesson fjármála og efnahagsráðherra.

Benedikt Jóhannesson fjármála og efnahagsmálaráðherra segir afar ólíklegt að hlutir ríkisins í íslenskum bönkum verði seldir á þessu ári. Þetta var meðal þess sem fram kom í síðdegisútvarpinu í dag en Benedikt var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Benedikt segir farsælla að bíða með söluna þar til árferði verði með þeim hætti að hærra verð fáist fyrir hluti ríkisins í bönkunum, auk þess sem enginn markaður væri hér á landi sem stendur fyrir slíka sölu “ mér þætti einkennilegt ef einhver héldi því fram að það væri markaður hér fyrir íslenska banka, enda hef ég ekki heyrt neinn halda því fram„,segir Benedikt. Aðspurður um hvort eignasöfn í eigu seðlabankans hafi verið seld staðfesti Benedikt að sala þeirra hafi hafist að einhverju marki. Þá spurði Pétur Benedikt að því hvort eignasöfnin væru seld fullu verði sagði Benedikt „ég vona það, þetta er í opnu ferli„.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila