Segir afurðastöðvar þurfa að svara kalli markaðarins betur

Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður og fyrrverandi utanríkisráðherra.

Afurðastöðvar þurfa að svara kalli markaðarins hvað varðar úrval landbúnaðarvara. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Gunnars Braga Sveinssonar fyrrverandi utanríkisráðherra í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Gunnar segir að skort hafi á því að kalli markaðarins hafi verið sinnt nægilega vel og því séu enn mörg sóknarfæri til í þeim efnum ” mér finnst alltaf svolítið undarlegt að sjá lambakjöt, þessa hágæðavöru í poka í frosti í matvörubúðum á 1998 krónur eða 998, svo kemur hér Costco og gerir bara ákveðnar gæðakröfur og við fáum bara allt í einu allt aðra vöru, og það er bara vegna þess að metnaðurinn í þeirri verslun er miklu meiri en í hinum verslununum“,segir Gunnar. Viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan. Þátturinn verður endurfluttur í kvöld kl.23:00.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila