Segir andstæðinga Trump blindaða af hatri

Guðmundur Franklín Jónsson viðskiptafræðingur og hótelstjóri.

Andstæðingar Donald Trump forseta Bandaríkjanna fara fram með offorsi gagnvart forsetanum blindaðir af hatri í hans garð. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðmundar Franklín Jónssonar viðskiptafræðings og hótelstjóra í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar. Guðmundur segir stöðu Trump sterka þrátt fyrir áróður gegn honum ” hann er mjög vinsæll og er í raun vinsælasti forseti Bandaríkjanna í langan tíma ef horft er til þess tíma sem hann hefur seti, hann er með höfuð og herðar yfir Obama, Bush og Clinton hvað það varðar“. Hann segir andstæðinga Trump vera fyrst og fremst hóp tapsárra stuðningsmanna Hillary Clinton ” þeir eru auðvitað blindaðir af hatri af því hann hafði sigur gegn Hillary“.

 

Athugasemdir

athugasemdir

Deila