Segir ásakanir á hendur sér hefndaraðgerð Clinton hjónanna

Brett Kavanaugh verðandi dómari.

Brett Kavanaugh dómaraefni Donald Trump sagði fyrir þingnefnd í gær að ásakanir kvenna á hendur honum væru kostaðar hefndaraðgerðir Clinton hjónanna gegn sér. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Guðmundar Franklín Jónssonar viðskiptafræðings í þættinum Heimsfréttir, fréttir og fréttatengt efni á erlendum vettvangi í dag en hann var viðmælandi Arnþrúðar Karlsdóttur. Guðmundur bendir á að ýmislegt í frásögn Christine Blasey sem fyrst steig fram með ásakanir á hendur Kavanaugh standist ekki nánari skoðun “ hann segir þetta vera hefndaraðgerðir af hálfu Clinton hjónanna vegna gamalla mála og það er talað um að þær séu kostaðar af George Soros„,segir Guðmundur. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila