Segir ASÍ í áróðursherferð gegn eigin fólki

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir auglýsingaherferð ASÍ sem staðið hefur yfir að undanförnu vera áróður gegn félagsmönnum þeirra verkalýðsfélaga sem eru undir hatti ASÍ.
Ragnar gerir auglýsingaherferðina að umtalsefni á fésbókarsíðu sinni og segir þar meðal annars “Að halda því fram að launahækkanir og barátta þeirra sem á undan voru hafi litlu sem engu skilað er ekki bara rangt í sögulegu samhengi heldur líka siðlaust og sýnir fordæmalausan hroka og yfirlæti gegn þrotlausri baráttu hreyfingarinnar fyrir bættum lífskjörum á árunum fyrir þjóðarsátt”, segir Ragnar.
Yfirskrift herferðarinnar öfugmæli Ragnar segir ljóst að herferðinni sé beint gegn nýrri forystu verkalýðsfélaga og að yfirskrift hennar séu eins mikil öfugmæli og hugsast getur “Á meðan herferðin er augljóslega ætluð gegn nýju fólki innan okkar raða sem hafnar aðferðarfræði síðustu ára og áratuga ,og boðar róttækari verkalýðsbaráttu og hvassari orðræðu, er yfirskriftin sterkari saman eins mikil öfugmæli og hugsast getur þar sem boðskapur ASÍ fer vægast sagt illa í okkar félagsmenn”, segir Ragnar.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila