Segir ástandið á Kóreuskaga stórhættulegt

Haukur Hauksson fréttamaður.

Stórhættulegt ástand ríkir nú á Kóreuskaga eftir að Norður Kóreumenn skutu eldflaug yfir Hokkaidoeyju í gærkvöld og hefur talsverður ótti gripið um sig meðal borgara þeirra landa sem liggja að Norður Kóreu. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Hauks Haukssonar fréttamanns í síðdegisútvarpinu í dag en hann var viðmælandi Péturs Gunnlaugssonar. Haukur segir að tilgangurinn með eldflaugaskotinu í gær vera augljósan “ þeir eru að sýna að þeir geti náð til eyjunnar Guam og þeirra svæða sem þeir hafa beint sínum hótunum að, þegar þeir eru farnir að geta ógnað herstöð Bandríkjanna á Guam má segja að við séum á algjörri púðurtunnu„. Þá segir Haukur að nú sé unnið að því að koma ró á svæðinu “ menn vinna að því öllum árum að koma mönnum að samningaborðinu, það er margt sem hægt er að semja um, til dæmis að  Bandaríkin hætti heræfingum sem eru mjög stórar og miklar rétt við landamærin„.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila