Segir aukinn fjölda hælisleitenda geta valdið skattahækkunum í Svíþjóð

Urban Hansson Brusewitz forstjóri Verðlagsráðs Svíþjóðar

Urban Hansson Brusewitz forstjóri Verðlagsráðs Svíþjóðar segir vaxandi fjölda hælisleitenda í Svíþjóð geta orðið til þess sveitarfélög verði að hækka verði skatta umtalsvert eigi sveitarfélögin að geta staðið undir öllum þeim kostnaði  sem óhjákvæmilega fylgi slíkri fjölgun vegalauss fólks. Segir Urban í samtali við sænska dagblaðið að útgjöldin helst felist í auknum útgjöldum til skóla, heilsugæslu og félagsþjónustu sem þörf sé á ef halda eigi uppi sama velferðarstigi og tíðkast hefur hingað til í Svíþjóð. Hann segir tvo valmöguleika vera í stöðunni, en þeir eru að annað hvort verði ríkið að auka ríkisstyrk sinn til sveitarfélaganna eða sveitarfélögin verða að hækka hjá sér skatta.  Hann bendir á að mikið atvinnuleysi ríki auk þess hjá innflytjendum í Svíþjóð og þeir eigi í erfiðleikum með að fá vinnu. Hann telur að ef áfram heldur sem horfir komi hagvöxtur í Svíþjóð til með að falla frá 1,7% niður í 0,3% á næstu árum.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila