Segir auknar álögur á eldsneyti vera hreina aðför að daglegu lífi almennings

Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB.

Auknar álögur á eldsneyti eru hrein aðför að daglegu lífi almennings á Íslandi. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Runólfs Ólafssonar framkvæmdastjóra FÍB í morgunútvarpinu í morgun en hann var gestur Markúsar Þórhallssonar og Jóhanns Kristjánssonar. Runólfur bendir á að auknar álögur komi til með að hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér “ þetta fer beint út í verðlagið og mun á endanum verða til þess að lán munu hækka„,segir Runólfur. Þá vitnaði Runólfur í ummæli Benedikts Jóhannessonar í síðdegisútvarpinu á Útvarpi Sögu í gær þar sem ráðherra greindi frá að auknar álögur væru settar fram til þess að stýra neyslunni “ ég hélt að pólitík hans flokks gengi ekki út á slíka neyslustýringu og ég gat ekki greint það í málflutningi þeirra fyrir síðustu kosningar, þannig að ég veit ekki hvort hann hefur hugsað sér að beina því til fólks í sínu kjördæmi, Norðausturkjördæmi að það fari bara að nota reiðhjólið og að tl dæmis Húsvíkingar sem þurfi að sækja sér þjónustu til Akureyrar geti bara farið hjólandi„,segir Runólfur.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila