Segir baráttuna fyrir jöfnuði óháð kyni hafa fallið í skuggann af baráttunni fyrir jöfnuði kvenna

Ögmundur Jónasson.

Baráttan fyrir jöfnuði óháð kyni hefur fallið í skuggann í samfélaginu af kvennabaráttunni. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Ögmundar Jónassonar fyrrverandi innanríkisráðherra í þættinum Vinnuskúrnum í morgun en hann var gestur Gunnars Smára Egilssonar. Ögmundur segir að hann leggi áherslu á að berjast eigi fyrir jöfnuði óháð kyni og segir að hans skoðun sé að sú barátta hafi fallið í skuggann af kvenréttindabaráttunni. Aðspurður um hvort þetta eigi einnig við hans gamla flokk Vinstri græna segir Ögmundur ” ég er að segja að hin baráttan á alveg rétt á sér, en hún má ekki yfirskyggja eða taka hitt yfir og það hefur gerst á undanförnum árum og meðal annars þar inni já“,segir Ögmundur. Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að neðan.

Athugasemdir

athugasemdir

Deila