Segir barnaverndaryfirvöld beita kúgunum

Barnaverndaryfirvöld beita kúgun með því að gefa í skyn að fólk fái slæma niðurstöðu í sínum málum, fari það í fjölmiðla og veki athygli á ranglæti sem það telur sig beitt af hálfu barnaverndaryfirvalda. þetta var meðal þess sem fram kom í máli Huga Ingibjartssonar sem var gestur Edithar Alvarsdóttur í síðdegisútvarpinu á föstudag. Hugi sem um nokkurt skeið hefur barist fyrir því að fá umgengni við dóttur hans sem býr hjá fósturforeldrum sagði sögu sína í þættinum og greindi meðal annars frá því hversu hörð baráttan getur verið við barnaverndarkerfið, og hvað foreldrar í hans stöðu þurfa að þola af hálfu kerfisins, en Hugi segist ákveðinn í að hann ætli með málið alla leið til Mannréttindadómstóls Evrópu ef með þarf. Hægt er að hlusta á sláandi frásögn Huga og baráttu hans við barnaverndaryfirvöld með því að hlusta á þáttinn sem finna má í spilaranum hér að neðan.

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila