Segir borgarlínu vera tálsýn

Eyþór Arnalds frambjóðandi í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins.

Borgarlínan er tálsýn og horfa ætti meira til framtíðar þegar kemur að samgöngumálum í borginni. Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Eyþórs Arnalds frambjóðandi til odddvitasætis Sjálfstæðisflokksins í komandi borgarstjórnarkosningun í síðdegisútvarpinu í dag en hann var gestur Péturs Gunnlaugssonar. Eyþór bendir á að borgarlínan sé alls ekki nútímleg lausn í samgöngumálum borgarinnar “ miðað við þá þróun sem er að eiga sér stað, sjálfkeyrandi bílar og almenningsvagnar eru að koma og nýta göturnar miklu betur og skila fólki beint heim, íslendingar ætlast til þess að komast heim til sín og það er ástæðan fyrir því að almenningssamgöngur hafa ekki gengið vel hérna„,segir Eyþór. Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.

 

 

Deila þessari frétt á samfélagsmiðla

Deila